Lög ársins 2009

Gleðilegt ár;

Ekki fór það svo að ég næði að rífa mig upp úr bloggletinni, og sem fyrr kenni ég #$%& Fésbókinni um. Rétt eins og tölvupósturinn drap bréfaskriftir fyrir 15 árum síðan, eru statusar um allt og ekkert að koma í stað bloggfærslna. Sem er ver, því margur mætur bloggarinn hefur koxað í kjölfarið.

Hvað um það, ég var hálft í hvoru búinn að lofa blogg- og fésbókarvini mínum þessum lista svo ekki verður undan vikist. Þetta eru lögin sem mér þóttu skemmtilegust í fyrra (með fyrirvara um að listinn mun hafa tekið breytingum að viku liðinni...).

Íslenskt efni:

 • Bloodgroup - Wars
 • GusGus - Add This Song
 • Sykur - Sykur
 • BB & Blake - Icequeen
 • Elíza - Pie In The Sky

Erlent efni:

 • Depeche Mode - Wrong
 • When Saints Go Machine - Spitting Image
 • Warpaint - Elephants
 • Animal Collective - My Girls
 • School of Seven Bells - Chain.

Svo er nú það.

Have a better one - 

JA.

 •  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ég er bara nokkuð sáttur með kallinn

Ómar Ingi, 13.1.2010 kl. 13:52

2 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Svo vill til að ég sjálfur er einmitt ekki alls kostar ósáttur við mig - skemmtileg tilviljun!

Jón Agnar Ólason, 13.1.2010 kl. 14:38

3 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Hef ekki heyrt þetta allt, veit ekki með Elízu annars sáttur

Þórður Helgi Þórðarson, 15.1.2010 kl. 21:59

4 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Doddi: platan hennar Elízu er fín og titillagið, sem ég nefni, er virkilega flott; drynjandi elektróballaða með mergjuðu viðlagi. Tékk it.

Annars var þetta svosem enginn úrvalsárgangur, og munaði ekki minnstu þar um að DM stóðu ekki fyllilega undir væntingum. Sem er leitt. Einhvern tíma hefði þótt saga til Mosfellsbæjar að ég setti ekki plötu með þeim á lista yfir plötu ársins, en þetta er nú bara blákaldur veruleikinn. Snökt.

Jón Agnar Ólason, 15.1.2010 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband