Nike bölvunin - hin nýja "Blade Runner-bölvun".

Auglýsingin sem Nike lét búa til í tilefni af HM í Suđur Afríku - "Write The Future" - er međ ţeim flottari sem sést hafa lengi. Flott hugmynd, flott útfćrsla og tćknivinnan öll smekklega unnin. Semsagt klassísk sjónvarpsauglýsing sem sló í gegn á Youtube og var á hvers manns skjá í ađdraganda mótsins.

En nú, ţegar líđa er tekiđ á mótiđ, er ađ koma í ljós heldur vafasamari hliđ á auglýsingunni. Ţá á ég viđ ţann válega fyrirbođa sem varđar gengi leikmannanna sem koma fram í auglýsingunni. Nike-auglýsingin teflir fram nokkrum af ţekktustu leikmönnum heims, stórstjörnum sem hefđu átt ađ vera í hópi bestu leikmanna HM. En ţađ fór á ađra leiđ. Af ţessu tilefni er vert ađ rifja upp svipađ mál sem varđađi nokkur af ţekktustu vörumerkjum heims sem öll koma fram sem neonskilti í meistaraverkinu Blade Runner (1982).

Öll áttu téđ vörumerki ţađ sameiginlegt ađ vera á ćđsta stalli áriđ 1982, algerlega ósigrandi vörumerki. Atari tölvuspil, Cuisinart heimilistćki, Pan Am flugfélagiđ, RCA raftćki, Bell System símafyrirtćkiđ. Öll á toppnum áriđ '82, öll međ brand placement í Blade Runner, öll horfin af sjónarsviđinu áđur en áratugur var liđinn frá frumsýningu myndarinnar.

blade-runner-atari.jpg

Sama er uppi á teningnum međ leikmennina sem eru í ađalhlutverki í Nike auglýsingunni. Fabio Cannavaro er í gúrku-úrvali mótsins, sama er ađ segja um Franck Ribéry, Didier Drogba var ekki svipur hjá sjón, Wayne Rooney er klárlega kandídat í "HM-Flopp #1". Sá var aldeilis glatađur!

Og ţá er komiđ ađ undantekningunum frá reglunni, í báđum tilfellum. Coca Cola sést í Blade Runner og er ennţá í góđum gír. Reyndar fór fyrirtćkiđ á ystu nöf áriđ 1985 međ "New Coke" klúđrinu en ţađ plumađi sig í framhaldinu. Í Nike auglýsingunni er síđasti kappinn sjálfur Cristiano Ronaldo - ígildi Coca Cola međal knattspyrnumanna? Hann hefur reyndar ekki beint brillerađ ţađ sem af er móts, en hann er ekki í ruglinu eins og hinir. Sjáum hvađ setur í framhaldinu.

 

br_coke.jpg

 ps | svo allrar sanngirni sé gćtt, og ţađ á kostnađ hins annars ágćta drama sem sagan felur í sér, ţá birtast allmörg önnur vörumerki í Blade Runner án ţess ađ margumtöluđ bölvun hafi náđ til ţeirra. Má ţar nefna Budweiser, TDK, JVC og Marlboro. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

hehehehe

En mikiđ djöfull er Blade Runner góđ kvikmynd

Ómar Ingi, 28.6.2010 kl. 16:50

2 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Ójá Ómar, ţađ er hún. Ég veit allt um ţađ enda á ég allar fimm útgáfurnar sem til eru af myndinni á DVD; Theatrical pre-screening version, US release, European release, Director's Cut (1992) og Final Cut (2007). Splćsti svo á Ultimate Collector's Box Set í sérstakri tösku sem kom út 2008, međ alls konar aukastöffi og leikföngum. Ég er líka búinn ađ horfa á myndina oftar en 50 sinnum af ţví ţetta er uppáhalds myndin mín í öllum heiminum. Svo má ekki gleyma sándtrakkinu, bćđi venjulegu á einum CD og svo 40 laga extended útgáfunni; "Future Noir" eftir Paul Sammon er ómissandi bók um myndina ... ţannig ađ já, ég er alveg sammála: Blade Runner er djöfull góđ kvikmynd

Jón Agnar Ólason, 29.6.2010 kl. 00:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband