The Stone Roses - 20 árum síðar

Að hugsa sér - komin 20 ár síðan Manchester-kvartettinn The Stone Roses sendi frá sér samnefnt meistaraverk. Dummy, Violator, The Queen Is Dead, Screamadelica ... það eru ekki margar plöturnar sem hafa jafn tilverubyltandi áhrif - bara handfylli af himnamúsík.

stone_roses.jpgIan Brown, John Squire, Gary Mounfield og Alan Wren - Brownie, Johnnie, Mani og Reni - voru í smástund flottasta band í heimi. Rödd Ian Brown er himnesk, laglínur og gítarleikur Squire sömuleiðis, fönkaður bassaleikur Mani grúvar alveg brjálæðislega og Reni var á sínum tíma svalasti trommari í heimi.

Illu heilli varð þeim allt að ógæfu í framhaldinu, deilur við útgáfufélagið Silvertone, dópneysla án afláts, hroki og vinslit. Platan stendur samt fyrir sínu enda ódauðleg snilld. Tékkið bara á spilaranum. 

 

 The Stone Roses


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 3.10.2009 kl. 03:10

2 identicon

One of the first, and very few, albums I have ever bought (reyndar af því platan var með lag heiti Elizabeth my dear, og eg var smá hrifin af henni!). I bought it on tape though, which means I have not listened to it in ages. Good to hear it again.

Elisabeth (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 08:03

3 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Til hamingju með afmælið.... get ekki sagt að Monkey man syngi á himneska vísu í dag....

Þórður Helgi Þórðarson, 3.10.2009 kl. 21:35

4 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Doddi; það er rétt hjá þér að "King Monkey" er ekki sami látúnsbarkinn í dag og fyrir 20 árum þó enn eimi aðeins eftir af gamla sjarmanum. En í þessa smástund var bandið það svalasta í heimi. Þeir áttu einfaldlega sitt móment, sem því miður leið alltof hratt...

Jón Agnar Ólason, 4.10.2009 kl. 11:50

5 Smámynd: Emmcee

Önnur snilld sem á einnig 20 ára afmæli þetta árið:

De La Soul - 3 Feet High And Rising

Beastie Boys - Paul's Boutique

Emmcee, 12.10.2009 kl. 10:24

6 Smámynd: Jón Agnar Ólason

3 Feet High And Rising er gríðarleg nostalgíuskífa á þessum bæ, rígbundin hinu indæla sumri 1989. Maður lifandi, bara að humma "3 Is the Magic Number" og slá geðveikt bítið í laginu og þá flyst ég aftur um 20 ár...  Paul's Boutique er hins vegar reglulega í spilaranum enda algert friggin' masterpís á alla kanta.

Jón Agnar Ólason, 13.10.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband