Bloggfćrslur mánađarins, desember 2008

Töfratónlist af ýmsu tagi

Fátt veit ég skemmtilegra en ţađ er ađ njóta fagurra tóna í lifandi flutningi. Hughrifin sem eiga sér stađ eru ţá jafn mismunandi og músíkin er margvísleg, en upplifunin er alltaf indćl - hvers lags sem músíkin er. Undanfarna daga hef ég ţrisvar fylgst međ lifandi flutningi sem ég hefđi ekki viljađ missa af; hvert skiptiđ var ţó öđru ólíkt.

1 | Sunnudaginn 14. desember brá ég mér međ familíunni í Hafnarfjörđinn, nánar tiltekiđ Thors-planiđ í miđbćnum, hvar jólaţorpiđ árlega rís á ađventunni. Ţar steig međal annarra á stokk Páll Óskar Hjálmtýsson og flutti nokkur lög af safnplötunni sem hann sendi nýveriđ frá sér, Silfursafniđ. Ţađ sem mér fannst tilkomumikiđ viđ flutning Palla er ađ hann skyldi yfirleitt hafa fyrir ţví ađ stíga á sviđ utandyra í brunafrosti og leika viđ hvern sinn fingur eins og hann stćđi frammi fyrir húsfylli í Höllinni. Lét hann kuldann á sig fá? Neibb, mćtti bara í silfurlitađri dúnúlpu og sló hvergi af.

Hefđu allir haft sig í slíkt gigg, fyrir á ađ giska 200 manns (og ţá er námundađ upp á viđ)?! Ég efast um ţađ, en Palli afgreiddi sitt prógram međ glans, söng sjálfur svo ekki var um ađ villast en ekki af teipi og hughreysti viđstadda međ vel völdum and-kreppu heillaráđum og gullkornum milli laga. Mannskapurinn kinkađi brosandi kolli, ţví Palli stórstjarna hafđi lög ađ mćla í hvívetna, og börnin störđu međ stjörnur í augum. Sumir hafa bara rétta stöffiđ a.k.a. mójóiđ a.k.a. X-faktorinn eđa hvađ sem kalla má ţađ sem gerir suma ađ stjörnum. Ţarna söng hann og dansađi af innlifun svo af honum geislađi - eđa var ţađ kannski bara bjarminn af dúnúlpunni silfurlituđu? - og í smástund gleymdu allir viđstaddir ţví ađ ţađ eru erfiđir tímar. Ef hćgt er ađ tala um ađ nú gangi kreppudraugur ljósum logum í ţjóđfélaginu, ţá er Páll Óskar ghostbuster í fremstu röđ. Megi Silfursafniđ hans verđa Platínusafn áđur en yfir lýkur.

2 | Viđ útför afa míns, Jóns Halldórssonar húsasmíđameistara, ţann 16. desember sl. söng kór Áskirkju nokkur lög. Ţar á međal var sá gullfallegi sálmur Heyr Himna Smiđur, en hann hefur löngum veriđ í uppáhaldi hjá mér. Ţegar ţar var komiđ sögu stóđ organistinn upp frá hljóđfćri sínu, hinu tilkomumikla kirkjuorgeli Langholtskirkju, og stjórnađi rödduđum söng í hinum fagra sálmi án undirleiks. Og mađur lifandi, hvađ ţađ var fallegt. Eins og viđ var ađ búast var stutt í kvikuna viđ ţessar ađstćđur og söngurinn svo yndislegur ađ ég gerđi ekki hina minnstu tilraun til ađ halda aftur af tárunum. Kór Áskirkju hafi innilegar ţakkir fyrir flutninginn; magnađ hversu öflugur 11 manna kór getur veriđ! Ekki ţekki ég til hvort kórinn hefur gefiđ flutning á ţessum sálmi út á plötu, en ég bendi áhugasömum á flutning Ellenar Kristjánsdóttur á téđum sálmi á plötu hennar, Sálmar, sem kom út 2004. Sá söngur er líka ótrúlega fallegur og tilkomumikill.

3 | Loks verđ ég ađ nefna tónleika í Fríkirkjunni sem ég sótti ásamt konunni fimmtudaginn 18. desember. Ţar var Ólafur Arnalds ađalnúmeriđ og um upphitun sá frćnka hans, Ólöf Arnalds. Ólöf er auđvitađ algerlega magnađur listamađur eins og frumraun hennar, meistaraverkiđ Viđ og viđ, ber glöggt vitni. Stúlkan er eins og engill ţegar hún leikur músík sína, og ef eitthvađ er ađ marka ţau ţrjú lög sem hún lék af vćntanlegri plötu sinni ţá eigum viđ von á stórgóđu. Ég barasta get ekki beđiđ eftir ţeirri plötu!

Seiđandi tónlist frćnda hennar er líka töfrum líkust; magnađur brćđingur sveimkenndrar raftónlistar og sígildrar músíkur. Af erlendum spámönnum sem höggva í sama knérunn međ góđum árangri nefni ég helst bandarísk-belgíska tvíeykiđ Stars Of The Lid og hinn ţýsk-ćttađa Max Richter. Ţađ er ekki leiđum ađ líkjast og Ólafur stenst samanburđinn međ bravúr. Frábćr tónlistarmađur, og ţađ ekki nema 21 árs. Tónleikarnir voru á alla lund stórkostleg upplifun, hljómurinn í Fríkirkjunni dýrđlegur og utan viđ gluggana leiđ ţétt logndrífa niđur himininn og settist eins og hvítur pels á miđbćinn. Sannarlega eftirminnilegur konsert og ekki spillti ađ ađeins kostađi 1000 kall inn! Tek ofan fyrir ţeim frćndsystkinum ađ bjóđa landanum upp á frábćrt gigg á kreppuverđi.

Framangreindum ţakka ég innilega fyrir mjög svo góđar stundir.


Bless Bónus?!

Ef einhverjum er treystandi til ađ halda uppi samkeppni á lágvöruverđsmarkađnum, ţá er ţađ Jón Gerald Sullenberger og vćntum verslunum hans; hiđ ţegjandi verđsamráđ sem virđist vera í gangi milli "samkeppnisađilanna" Bónuss og Krónunnar verđur ţá vćntanlega úr sögunni ţví Jón Gerald verđur seint keyptur til hlýđni af ţeim Bónusfeđgum, svo mikiđ tel ég víst. Máliđ horfir ţá svona viđ mér:

Af kappi hef ég krónum mínum splćst,
í Bónusbúđum hvar ekki allt fćst.
En ef Jón G býđur prísinn
betri en Bónusgrísinn;
Ţá versla ég hjá honum nćst.

Ađ svo mćltu hvet ég mann og annan til ađ gefa nafna mínum Sullenberger séns, rétt eins og viđ gáfum Bónusi fyrst séns fyrir tuttugu árum eđa svo. Hver veit nema ţessi viđbót viđ flóruna reynist oss hin mesta búbót? Ekki mun af veita á nćstu mánuđum og misserum.

Ég er međ.


mbl.is Hyggst stofna lágvöruverđsverslun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Klukkelsi

Hananú, ţar kom ađ ţví. Eftir tvö og hálft bloggár kom ađ ţví ađ ég var klukkađur. Reyndar komst ég ađ klukkinu fyrir hreina tilviljun, og kann ekki ađ klukka međ meira afgerandi hćtti en ég sjálfur varđ fyrir ţví. Ţađ er ţví alls óvíst hverjar mínar eigin klukkheimtur verđa. En - hér er mitt framlag.

1. Fjögur störf sem ég hef unniđ um ćvina:

Verkstjóri í unglingavinnunni

Sölumađur í Virgin Megastore

Verkefnastjóri á markađsdeild Árvakurs hf

Markađsstjóri hjá opinberu hlutafélagi

 

2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:

Hrafninn flýgur

Börn náttúrunnar

Sódóma Reykjavík

Nýtt líf

 

3. Fjórir stađir sem ég hef búiđ á:

Välkyla í Oulu, Finnlandi

Álfaheiđi í Kópavogi

Rue de Verdun, Montpellier, Frakklandi

Asparholt, Álftanesi

 

3. Einn stađur sem ég myndi aldrei búa á:

Asparfell, Efra-Breiđholti.

 

4. Fjórir stađir sem ég hef heimsótt í fríum:

Mónakó

New York

Krít

Barcelona

 

5. Fjórir sjónvarpsţćttir sem mér líkar:

Brideshead Revisited

Twin Peaks

Little Britain

Jeeves & Wooster6. Fjórar síđur sem ég skođa daglega:

mbl.is

goal.com

nytimes.com

Facebook

 

7. Fernt sem ég held upp á matarkyns:

Humar

Foie Gras

Nautalundir

Cręme Brulée

 

8. Fjórar bćkur sem ég hef oft lesiđ:

Hobbitinn e. Tolkien

Ilmurinn e. Süskind

Litli prinsinn e. Saint-Exupéry

Albert e. Ole Lund Kierkegaard

 

9. Fjórir stađir sem ég myndi helst vilja vera á núna:

New York

Istanbúl

Maldives-eyjar

Marrakesh

 

10. Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Óli Hilmar Jr, Guđrún Lilja, Tobbi, og Árni Matthíasson.


Nöldurskjóđur Íslands

Og sjá: hér birtist yđur hiđ sér-íslenska "nöldur út af engu" í kristaltćrri mynd.

"Alla fimmtudaga fram ađ jólum verđur Morgunblađinu dreift í aldreifingu á höfuđborgarsvćđinu. „Međ ţessu móti viljum viđ gleđja fólk og gefa ţeim sem ekki eru ţegar orđnir áskrifendur tćkifćri til ţess ađ kynnast ţessu geysilega öfluga blađi,“ segir Gylfi Ţór Ţorsteinsson, auglýsingastjóri Árvakurs."

Gott mál og ţakklátt framtak, skyldi mađur ćtla.

En nei, ekki ţegar Íslendingar í "jólaskapi" eru annars vegar.

Ţegar hér er komiđ sögu er ég sá níundi sem bloggar upp úr fréttinni. Af hinum átta var einn jákvćđur gagnvart ţessari ađgerđ Morgunblađsins. Hinir sjö berja lóminn til ólífis og nöldra eins og ţeim sé borgađ fyrir ţađ. Finna ţessum gerningi allt til foráttu.

Ein konan kallar meira ađ segja eftir ţví ađ fólk á landsbyggđinni segi "ţessum snepli", eins og hún orđar ţađ svo jákvćtt, upp ţegar í stađ. Eitthvađ segir mér ađ viđkomandi hefđi kvartađ undan ţví ađ fá blađiđ ćtti ţađ ađ berast henni téđa fimmtudaga. Sumir líta einfaldlega ekki glađan og nöldurlausan dag, sama hvađ. Merkilegt viđmót, og ţađ á ađventunni.

Ég heyrđi af ţví í fréttum ađ fyrsta upplag af endurútgáfu á Pollýönnu vćri uppselt en annađ upplag vćntanlegt. Ljóst er ađ enginn framangreindra nöldrara náđi ađ festa kaup á bókinni í tćka tíđ. Ég mćli međ ţví ađ grátkórinn sem hatast viđ fría fimmtudagsmoggann kaupi sér bókina um jákvćđu stúlkuna og tileinki sér í framhaldinu ögn meiri jákvćđni í skammdeginu.


mbl.is Morgunblađiđ í aldreifingu fram ađ jólum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kúkalabbi

Ţađ er augljóst af lestri fréttarinnar ađ téđum góđkunningja er lítt um lögguna gefiđ:

" Ţegar lögreglumenn bar ađ garđi fór mađurinn inn í runna og gekk örna sinna."

Sumsé, ţegar hinn sofandi ógćfumađur verđur var viđ laganna verđi rís hann upp viđ dogg, kjagar út ađ runna og gefur ţar - međ táknrćnum hćtti og augljósum í senn - skít í lögguna! Kannski vildi hann segja löggunni ađ éta skít?! 

Ţađ er óneitanlega svolítiđ rokk í ţví, en ađ sama skapi minni reisn yfir ţví ađ vera skikkađur til ađ hirđa upp stykkin sín. Ég gef mér ađ rónagreyiđ hafi veriđ ţunnur ţennan morgun sem ađra, og ţá er örugglega grábölvađ ađ ţurfa ađ standa í skítabissness.

Og ţar međ er ég hćttur ađ pćla í kúkalabbanum. Hverjum er ekki skítsama?! Woundering


mbl.is Gekk örna sinna í runna á Austurvelli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband