Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

The Stone Roses - 20 árum síðar

Að hugsa sér - komin 20 ár síðan Manchester-kvartettinn The Stone Roses sendi frá sér samnefnt meistaraverk. Dummy, Violator, The Queen Is Dead, Screamadelica ... það eru ekki margar plöturnar sem hafa jafn tilverubyltandi áhrif - bara handfylli af himnamúsík.

stone_roses.jpgIan Brown, John Squire, Gary Mounfield og Alan Wren - Brownie, Johnnie, Mani og Reni - voru í smástund flottasta band í heimi. Rödd Ian Brown er himnesk, laglínur og gítarleikur Squire sömuleiðis, fönkaður bassaleikur Mani grúvar alveg brjálæðislega og Reni var á sínum tíma svalasti trommari í heimi.

Illu heilli varð þeim allt að ógæfu í framhaldinu, deilur við útgáfufélagið Silvertone, dópneysla án afláts, hroki og vinslit. Platan stendur samt fyrir sínu enda ódauðleg snilld. Tékkið bara á spilaranum. 

 

 The Stone Roses


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband