Bloggfćrslur mánađarins, maí 2009

Jamm - alveg síđan 1996.

Og ţađ sem verra er; sóttvarnalćknir getur ekkert gert. Pestin geisar bara og endurnýjar sig á fjögurra ára fresti.

H.F.F.


mbl.is Svínaflensa á Íslandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Pottţétt kerfi? Fyrr má nú aldeilis fyrrvera!

Kjarvalsverki er stoliđ um hábjartan dag, hálfpartinn undir augliti öryggisvarđar. Ţjófarnir komust međ fenginn heim til sín og ţađ vill laganna vörđum - og safninu - til happs ađ um er ađ rćđa góđkunningja lögreglunnar svo hćgt er ađ sćkja ţá heim og endurheimta hiđ ómetanlega málverk. Kjarvalinn virđist óskemmdur, og allt er gott sem endar vel.

En mér er spurn - hvernig fćr safnstjórinn sig til ađ kalla öryggiskerfi Kjarvalsstađa pottţétt? Mér sýnist öll öryggisumgjörđin um ţađ bil ónýt? Hvađa kerfi er til stađar? Hvers vegna grípur öryggisvörđur ekki til ráđstafana ţegar í stađ, fyrst hann fylgdist međ ţjófunum?

Ţađ er hrein hundaheppni ađ málverkiđ er endurheimt. Hefđi nýgrćđingar í dóplífinu átt hlut ađ máli, sem löggan ţekkti ekki, er ómögulegt ađ segja hverjar lyktir máls hefđu orđiđ. Eins hefđu fíklarćflarnir geta fariđ á taugum ţegar í ljós kom ađ verkiđ er óseljanlegt og fargađ ţví.

Farsćll endir ţjófnađar jafngildir ekki pottţéttu öryggiskerfi - safnstjóri Kjarvalsstađa punkti ţađ hjá sér.


mbl.is Stálu verki eftir Kjarval
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hverjum búsáhöldin eru barin ...

Jćja - it's déja vu all over again.

Sami almenningurinn, sami Austurvöllurinn, sömu búsáhöldin og sama óánćgjan.

Nýir ráđherrar, eđa ţađ hélt mannskapurinn? Fengum viđ bara sama gamla grautinn á nýrri skál?

Ég bíđ ţess - og biđ ţess - ađ eitthvađ fari ađ gerast. Ef ţessi stjórn ćtlar ađ afgreiđa fleiri mál međ sama hćtti og Evrópusambandsađildin, ţá er henni sjálfhćtt.

Ţađ er nú ekki flóknara ...


mbl.is Bođađ til mótmćla á morgun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bimmarnir renna í hylinn!

Ţá er ţađ vísindalega stađfest - BMW eru algengustu veiđistangirnar og eigendur ţeirra líklegastir til ađ renna í hylinn.

Eiginkonur (og -menn, svo ţví sé haldiđ til haga) BMW-eigenda hljóta ađ líta maka sína tortryggilegu augnaráđi í framhaldinu af ţessum fregnum. 

Ég mun gjalda varhug viđ fólki á BMW héđan af. Líkur eru á ađ viđkomandi hafi varhugaverđ áform í huga Wink


mbl.is Líklegastir til ţess ađ halda framhjá
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţekkir ţú reiđhjólaţjófinn á Álftanesi?! Fundarlaun ef svo er.

Hefurđu séđ ljósblátt / svart TREK hjól međ áberandi rauđum barnastól á Álftanesinu eđa nćrliggjandi sveitarfélögum?!

Hjálpađu mér ađ finna stoliđ hjól - fundarlaun í bođi.

Hversu auvirđilegt er fólk sem virđir ekki eignarétt annarra? Og leyfir ekki öđrum ađ eiga hluti sína í friđi?!

Reiđhjóli konunnar minnar var stoliđ um síđustu helgi ţar sem ţađ stóđ á hlađinu. Ţađ sem enn verra er, verklegur barnastóll sem viđ hjónin keyptum dýrum dómum í fyrra glatađist ţar međ um leiđ, og fyrir bragđiđ komumst viđ ekki lengur í hjólatúra međ tveggja ára dóttur okkar. Sem er eitt ţađ skemmtilegasta sem sú litla veit.

Mađur veltir ţessu fyrir sér - ađ stela hjóli er ómerkilegur aumingjaskapur. Ađ stela hjóli međ barnastól á, ţar sem viđ blasir ađ veriđ er ađ valda tvöföldum skađa ... ég meina, hversu ćvintýralega illa innréttađur ţarf einstaklingur ađ vera til ađ fá annađ eins af sér?!

Ef ţú hjálpar mér ađ finna hjóliđ fćrđu fundarlaun.

Síminn minn er 849 8007; sláđu á ţráđinn ef ţú getur hjálpađ mér. Takk :)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband