Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2009

Hvađ ćtli George W. hefđi gert !?

Gamli sjarmaboltinn er ennţá međetta, sýnist mér.

William Jefferson Clinton var af flestum talinn afburđa hćfur forseti. Kvensemin kom honum hins vegar í koll, og ţađ rćkilega. Hitt má hann eiga ađ hann hefur látiđ til sín taka viđ hin og ţessi málefnin síđan hann yfirgaf sporöskjulaga skrifstofuna í hvítu byggingunni viđ 1600 Pennsylvania Avenue... blah! Hvíta húsiđ, ţiđ vitiđ.

Mér verđur hugsađ til arftaka hans í embćtti, George Walker Bush. Sá reyndist ţjóđ sinni afdrifaríkur ţjóđhöfđingi og hefur einatt veriđ nefndur "Versti forseti sögunnar" í Bandaríkjunum. Undir ţeim kringumstćđum sem fréttin lýsir, ćtli George W. hefđi:

  1. Látiđ sér detta í hug ađ leggja í ferđalag austur í heimsrassgat a.k.a. Norđur-Kóreu, til ađ tala um fyrir lausn tveggja blađamanna?
  2. Ef svo er, ćtli hann léti raunverulega verđa af ţví, og greiđa fyrir ţađ úr eigin vasa og án diplómatískrar verndar?
  3. Og ef svo er, hefđi honum orđiđ jafnvel ágengt á jafnskömmum tíma? Clinton var búinn ađ vera á stađnum í hálfan sólarhring ţegar honum hafđi tekist ađ fá blađakonurnar tvćr lausar undan 12 ára ţrćlkunarvinnu. Geri ađrir betur - í samskiptum viđ fáráđlinginn Kim Jong-Il.

Svörin viđ framangreindum spurningum eru afdráttarlaus NEI, NEI og NEI.

Barack Obama er góđu heilli af svipuđu sauđahúsi og Clinton, svo landiđ á sér vćntanlega viđreisnar von. Bandaríkjunum óska ég ţess heilshugar ađ ţegnar ţjóđarinnar kjósi aldrei annan eins skađrćđisskelmi yfir sig og George W. Bush. Ţađ er heiminum öllum svo ári dýrkeypt.


mbl.is Clinton semur viđ N-Kóreu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Meira um 'Hvíta kalkiđ' . . . sjá spilarann hér til vinstri.

Í framhaldi af síđustu fćrslu - ţessari međ lífsgćđafimmunni sem býđur kreppunni byrginn - ţá er rétt ađ gefa áhugasömum tóndćmi af plötunni White Chalk međ Pj Harvey. Platan telur tíu lög alls og af ţeim setti ég fimm í spilarann. Ađ áheyrn lokinni sér hver sćmilega gefinn mađur/kona hvílík öndvegis plata ţetta er.

Veskú og góđa skemmtun - 

JA.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband