Bloggfęrslur mįnašarins, maķ 2010

Evrópuboltinn og leikmennirnir: hver fer hvert?

Žar sem leiktķmabili deildarkeppni ķ fótbolta er lokiš hvarvetna ķ Evrópu, og ašeins um žrjįr vikur ķ HM ķ Sušur-Afrķku, er nęsta vķst aš leikmannamarkašurinn veršur meš lķflegasta móti mešan į žessu millibilsįstandi stendur. Leikmenn eiga žaš nefnilega til aš slį ķ gegn į stórmótum og žį rjśka žeir upp ķ verši. Eins og viš er aš bśast reyna klśbbarnir aš sleppa viš óžarfa fjįrśtlįt og gera žvķ allt til aš ganga frį innkaupum įšur en HM brestur į. Og žaš eru żmsir stórleikmenn į leišinni ķ nżja treyju...

Cesc Fabregas - besti leikmašur Arsenal, og meš žeim betri ķ Evrópu, er aš fara heim į heimaslóširnar ķ Katalónķu, ž.e. hann er um žaš bil aš ganga ķ rašir Barcelona. Enginn vafi er į hęfileikum hans, en žaš hefur komiš berlega ķ ljós hjį Börsungum aš hęfileikar tiltekins leikmanns žurfa ekki aš žżša hreina višbót viš gęši lišsins. Thierry Henry hefur til dęmis fjaraš jafnt og žétt śt sķšan hann fór frį Arsenal og nś er hann vęntanlega į leišinni til USA, hvar hann klįrar ferilinn į fķnum launum hjį New York-lišinu ķ MLS deildinni. Ef Thomas Rosicky helst heill og Marouane Chamakh kemur frį Bordeaux (eins og viršist nokkurn veginn frįgengiš) žį koma Arsenal lķkast til meš aš halda dampi.

Zlatan Ibrahimovic - er hinn stjörnuleikmašurinn sem undanfariš hefur horft upp į gengisfellingu og hana alvarlega eftir komuna til Barcelona. Ibracadabra er fįrįnlega teknķskur og sterkur lķka, af įlkulegum slįna aš vera, en tvennt vinnur į móti honum: hann er helvķtis drullusokkur og svo er hann stórleikjaslöttólfur, sem brillerar į móti Getafe meš galdrabrögšum svo dęmalausum aš undrum sętir, en žegar kemur aš El Clįsico eša ķ undanśrslit Meistaradeildarinnar er hann algerlega ósżnilegur og lķtiš į honum aš gręša eftir žvķ. Hann gęti fariš til Arsenal sem skiptimynt upp ķ Fabregas, eša til Man City. Eitt er žó 90% öruggt - hann fer frį Barca ķ sumar.

David Villa & Silva - Davķšarnir tveir hjį Valencia eru bįšir frįbęrir leikmenn og eiga fleira sameiginlegt en fornafniš og klśbbinn: žeir hverfa į brott ķ sumar. Villa er aš öllum lķkindum aš fara til Barcelona, sem eru vondar fréttir fyrir mķna menn ķ Real Madrid, og Silva fer nokkuš örugglega til Manchester United, sem eru afleitar fréttir fyrir mķna menn ķ Liverpool.

Karim Benzema - frįbęr framherji, allavega mešan hann var hjį Olympique Lyon. Hefur ekki nįš aš festa sig ķ sessi hjį Real Madrid žrįtt fyrir įgęt tilžrif žį sjaldan sem hann fęr aš spila. Ég sé fyrir mér aš hann myndi pluma sig vel ķ enska boltanum, enda stęšilegur og žokkalega haršur af sér. Ég myndi ekki fślsa viš honum hjį Milan, en hann lét foršum hafa eftir sér aš žaš vęri draumafélagiš hans. Vel mį vera aš hann verši um kyrrt, en mig grunar aš hann sé farinn aš ókyrrast enda kostaši bekkjarsetan ķ vetur sętiš ķ landsliši Frakka. Žaš er śtaf fyrir sig óskiljanlegt, en Raymond Domenech er lķka óskiljanlega vitlaus žjįlfari og algerlega gališ aš hann sé ennžį aš stżra Frökkum. Milan eša Man Utd lķklegir įfangastašir.

Kakį - Silvio Berlusconi įkvaš aš selja Kakį til Real žvert į vilja žess sķšarnefnda, sem var mišur sķn lengi vel ķ kjölfariš. Hefur enda ekki veriš nema skugginn af sjįlfum sér, fyrir utan aš hafa löngum veriš utanvallar vegna krónsķsks kvišslits. Carlo Ancelotti ku hafa įhuga į aš endurnżja kynnin viš kappann og ég yrši ekki hissa žó Kakį yrši kominn til Chelsea nęsta haust.

Nemanja Vidic - klįrlega meš fremstu varnarjöxlum ensku śrvalsdeildarinnar og ręšur viš hvaša sóknarmann sem er nema Fernando Torres, sem nišurlęgir hann ķtrekaš. Žaš er einhver vottur af žreytu komin ķ eftirlęti Fergie gamla į Serbanum og ég gęti sem best trśaš aš hann fari ķ sumar, gott ef spįkślan segir ekki AC Milan, en žar sįrvantar aš skipta śt nokkrum eldgömlum köllum śr öftustu lķnunni.

Javier Mascherano - mišjujaxlinn hjį Liverpool er ómissandi eins og mįl standa, og erfitt aš hugsa sér Liverpool įn hans. En aš sögn vill hann į brott (og til Barcelona, nema hvaš!) og žį er lķtiš viš žvķ aš gera nema raka inn svolitlu af sešlum. Mögulegur (og viljugur!) arftaki er Argentķnumašurinn Ever Banega hjį Valencia. Žaš gęti oršiš fķn redding, žvķ Ever er talsvert öflugur og lunkinn ķ fyrirgjöfum sömuleišis. Ķ framhaldinu vęri hęgt aš fabślera um yfirvofandi brotthvarf Steven Gerrard og Torres, en žaš er žyngra en tįrum taki aš fara śt ķ žį sįlma...

Carlos Tevez - blessašur kśturinn unir sér bara ekki ķ Englandi; hann undi sér ekki hjį West Ham, žašan af sķšur hjį United og nś er hann oršinn órólegur hjį Man City. Lķkast til er hann svekktur aš mörkin hans 22 skyldu ekki duga til aš koma lišinu ķ CL, en kannski er hann bara meš heimžrį. Hann er vķst upp į kant viš Roberto Mancini žjįlfara vegna ęfingaprógrammins hjį City, og fer vęntanlega annaš hvort til Real Madrid eša heim til Boca Juniors.

Loks mį nefna fįeina sem eru viš žaš aš verša stjörnuleikmenn:

Marek Hamsik hjį Napólķ - segist ętla aš vera um kyrrt en er žaš eftirsóttur aš ef stóru klśbbarnir opna budduna mun hann seldur. 

Edin Dzeko hjį Wolfsburg - markamaskķna sem dreymir um AC Milan en er heldur hįtt veršlagšur fyrir smekk Berlusconi. Heilt legķó af stórlišum eru meš hann į óskalistanum svo hann fer ķ sumar, žaš er klįrt. Hvert žaš veršur er hins vegar ekki eins klįrt.

Milos Krasic hjį CSKA Moskva - hinn serbneski Krasic er sömuleišis eftirsóttur, en umbinn hans ętlar aš žjónusta Moskvuklśbbinn meš žvķ aš loka į allt félagaskiptatal žangaš til eftir HM. Ef aš lķkum lętur mun hann hękka nokkuš ķ verši viš žaš. Hann ku vera spenntur fyrir United, og sömuleišis eru Bayern München meš kappann ķ sigtinu.

Fleiri?!

 


Evrópuboltinn og žjįlfararnir - hvert fer hvert?

Žį er tķmabiliš 2009-2010 bśiš ķ Evrópuboltanum og meistarar hafa veriš krżndir um allar trissur. Sumir fagna, ašrir sleikja sįrin en allir eiga žaš sameiginlegt aš vera farnir aš pęla śt nęsta tķmabil aš einhverju leyti. Ekki sķst eru žaš žjįlfaramįlin sem eru komin į fullt ķ kjaftamylluna. Žaš blasir viš aš stór nöfn munu fęra sig śr staš, og nokkur stórliš eru aš fara aš rįša nżja stjóra. Spurningin er: hver fer hvert?

AC Milan - hafa sagt skiliš viš Leonardo hinn brasilķska. Sį er fyrrum leikmašur Milan og skilaši įgętis įrangri mišaš viš ašstęšur, ž.e. fyrsta tķmabil ķ kjölfar brotthvarfs afar sigursęls žjįlfara, Carlo Ancelotti, sem er nżbśinn aš gera Chelsea aš tvöföldum meisturum ķ Englandi. Žį lagši fyrirlišinn Paolo Maldini skóna į hilluna sķšasta haust og Kakį var seldur (gegn eigin vilja) til Real Madrid. Blóštaka ķ bak og fyrir og allt ķ óvissu žegar tķmabiliš hófst. En eftir brösótta byrjun nįši lišiš sér į strik, var lengst af ķ öšru sęti en slakaši į undir žaš sķšasta og endaši ķ 3.sęti. Lišiš er öruggt ķ Meistaradeildina og ķ žaš heila er žetta įsęttanlegur įrangur, en Leonardo įkvaš aš sögn aš fara žar sem hann žoldi ekki sķfellda afskiptasemi Silvio Berlusconi af žjįlfaramįlunum. Lķklegast er aš ašstošaržjįlfarinn Mauro Tassotti, sem er gamalt Milan-brżni, taki viš lišinu, og er vonandi aš honum gangi vel ķ lķkingu viš Pep Guardiola hjį Barcelona (gamalt brżni įn žjįlfunarreynslu gerir lišiš ósigrandi). Annaš Mķlanó-brżni meš talsverša žjįlfarareynslu hefur einnig veriš nefndur, nefnilega Frank Rijkaard, en žį er ljóst aš Ronaldinho mun vilja į brott frį Milan žvķ žeir eldušu öskugrįtt silfur saman hjį Barcelona...

Juventus - įttu sitt slakasta tķmabil ķ hįa herrans tķš, nokkuš sem gladdi Milan-manninn mig alveg hreint ósegjanlega. Til aš toppa nišurlęginguna lögšu AC Milan lišiš 3-0 ķ lokaumferš mótsins, og žaš į afmęlisdegi undirritašs. Mjög gaman allt saman. Ciro Ferrara var rekinn į mišju tķmabili og Alberto Zaccheroni tók viš til brįšabirgša. Ekki vęnkašist hagurinn viš žaš og lišiš endaši ķ 7.sęti, įn vonar um Meistaradeildarbolta nęsta haust. Stjörnuhrap įrsins į žessum bę er įn efna brasilķski leikstjórnandinn Diego sem keyptur var dżrum dómum frį Werder Bremen sķšasta haust. Hann var hauslaus mestallt tķmabiliš og lišiš aš sama skapi śti į tśni en ekki į vellinum. Vandamįl Juve hafa flest įtt sér rót inni į gafli hjį stjórninni en žar eru meirihįttar hreinsanir hafnar nś žegar. Nafniš sem helst hefur veriš nefnt ķ sambandi viš nżjan žjįlfara er Luigi Del Neri, sem žjįlfaši Sampdoria ķ vetur meš fķnum įrangri. Del Neri, sem skaust upp į stjörnuhiminn žjįlfara fyrir nokkrum įrum žegar Chievo Verona varš spśtnikliš Serie A undir hans stjórn, er ekki kanóna į borš viš žį sem venjulega žjįlfa stórliš eins og Juventus og satt aš segja sé ég engar rósir ķ spilunum hjį Juve ef žaš veršur nišurstašan. Sem er fķnt. Hitt nafniš sem helst er tengt Juve er Rafael nokkur Benķtez. Ef af žvķ yrši žį losnar eitt uppįhaldslišiš mitt viš hann og annaš sem ég žoli ekki hreppir hann. Can you say "win-win"?!

Liverpool - tįradalurinn endalausi hélt įfram žetta įriš og nś er svo komiš aš verulegur ótti er um žaš aš helstu stjörnurnar hverfi į braut ef breytingar verša ekki į mįlum. Einhver olķufurstinn žarf aš kaupa klśbbinn af Gillett & Hicks, Amerķkönunum sem eru viš žaš aš setja allt ķ kaldakol meš skuldsetningum og veseni. Rafa žarf aš kvešja og kanarnir sömuleišis, og 3-4 sterkir leikmenn verša aš koma. Ef žaš gerist ekki er ég smeykur um aš Steven Gerrard fari til Real Madrid og Fernando Torres fari til Chelsea. En mešan vonin er til stašar mį lįta sig dreyma, og ef Rafa hverfur į braut eru nokkrir kostir ķ stöšunni vęnlegir. Kenny Dalgliesh var prżšilega farsęll sem stjóri ķ kjölfariš į gošsagnakenndum ferli sem leikmašur og hann hefur veriš nefndur. José Mourinho vęri vitaskuld draumur en lķklegast er žaš óraunhęft, žvķ mišur. Žį er ótalinn Guus Hiddink, mikill taktķker og snjall stjóri. Hann gerši hörkugóša hluti meš Chelsea žann stutta tķma sem hann stżrši lišinu ķ hjįverkum mešfram rśssneska landslišinu og vęri mikill happafengur ef hann kemur.

Real Madrid - stóšust ekki vęntingar žetta įriš, af žeirri einföldu įstęšu aš žeir unnu ekkert. Žar er sśrt žegar žś hefur fjįrfest ķ Cristiano Ronaldo og Kakį fyrir tķmabiliš. Svo viš blasir aš Manuel Pellegrini veršur lįtinn taka pokann sinn hiš snarasta enda hefur žetta félag ekki veriš feimiš viš aš reka žjįlfara sķna sķšasta įratuginn (Juande Ramos, Bernd Schuster, Fabio Capello, Vanderlei Luxemburgo, Carlos Queiroz, Vicente Del Bosque svo žeir séu taldir upp ķ öfugri tķmaröš) og lķklegast veršur aš teljast aš "The Special One", José Mourinho, verši viš taumana į Santiago Bernabeś žegar La Primera Liga hefst nęsta haust. Bęši hefur hann nżveriš lįtiš hafa eftir sér aš hann muni žjįlfa Real "sooner or later", og žį lżsti hann žvķ yfir, nokkurn veginn um leiš og hann hafši gert Inter Milan aš Ķtalķumeisturnum ķ dag aš "Italy is not my home. It is not a country where I can work well". Gaurinn er semsagt samasem farinn.

Inter Milan - hafa boriš ęgishjįlm yfir ķtölsku śrvalsdeildina sķšan Calciopoli-hneyksliš vęngstżfši Juve (dęmdir ķ Serie B) og AC Milan (hófu tķmabiliš 2007-2008 meš -20 stig). Lķklegt veršur aš teljast aš Mourinho hverfi į braut ķ sumar, einkum ef Inter bera sigurorš af Bayern München ķ śrslitaleiknum ķ Meistaradeildinni. Žjįlfarastóllinn hjį Inter er eiginlega 100% óskrifaš blaš og fįtt ķ hendi sem hęgt er aš byggja getgįtur į. Benķtez var nefndur į nafn į einhverjum boltavefnum og žaš er lķka fķnt fyrir mķna parta, en önnur nöfn hafa ekki rataš ķ umręšuna svo vandi er um slķkt į spį. 

Og svo er bara aš sjį hvaš sumariš ber ķ skauti sér. Ķ millitķšinni er HM-veislan. Annar blogghlemmur kemur brįtt um heimsmeistarmótiš ķ Sušur-Afrķku. Žangaš til - betri stundir :)


Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband