Bloggfćrslur mánađarins, júní 2010

Nike bölvunin - hin nýja "Blade Runner-bölvun".

Auglýsingin sem Nike lét búa til í tilefni af HM í Suđur Afríku - "Write The Future" - er međ ţeim flottari sem sést hafa lengi. Flott hugmynd, flott útfćrsla og tćknivinnan öll smekklega unnin. Semsagt klassísk sjónvarpsauglýsing sem sló í gegn á Youtube og var á hvers manns skjá í ađdraganda mótsins.

En nú, ţegar líđa er tekiđ á mótiđ, er ađ koma í ljós heldur vafasamari hliđ á auglýsingunni. Ţá á ég viđ ţann válega fyrirbođa sem varđar gengi leikmannanna sem koma fram í auglýsingunni. Nike-auglýsingin teflir fram nokkrum af ţekktustu leikmönnum heims, stórstjörnum sem hefđu átt ađ vera í hópi bestu leikmanna HM. En ţađ fór á ađra leiđ. Af ţessu tilefni er vert ađ rifja upp svipađ mál sem varđađi nokkur af ţekktustu vörumerkjum heims sem öll koma fram sem neonskilti í meistaraverkinu Blade Runner (1982).

Öll áttu téđ vörumerki ţađ sameiginlegt ađ vera á ćđsta stalli áriđ 1982, algerlega ósigrandi vörumerki. Atari tölvuspil, Cuisinart heimilistćki, Pan Am flugfélagiđ, RCA raftćki, Bell System símafyrirtćkiđ. Öll á toppnum áriđ '82, öll međ brand placement í Blade Runner, öll horfin af sjónarsviđinu áđur en áratugur var liđinn frá frumsýningu myndarinnar.

blade-runner-atari.jpg

Sama er uppi á teningnum međ leikmennina sem eru í ađalhlutverki í Nike auglýsingunni. Fabio Cannavaro er í gúrku-úrvali mótsins, sama er ađ segja um Franck Ribéry, Didier Drogba var ekki svipur hjá sjón, Wayne Rooney er klárlega kandídat í "HM-Flopp #1". Sá var aldeilis glatađur!

Og ţá er komiđ ađ undantekningunum frá reglunni, í báđum tilfellum. Coca Cola sést í Blade Runner og er ennţá í góđum gír. Reyndar fór fyrirtćkiđ á ystu nöf áriđ 1985 međ "New Coke" klúđrinu en ţađ plumađi sig í framhaldinu. Í Nike auglýsingunni er síđasti kappinn sjálfur Cristiano Ronaldo - ígildi Coca Cola međal knattspyrnumanna? Hann hefur reyndar ekki beint brillerađ ţađ sem af er móts, en hann er ekki í ruglinu eins og hinir. Sjáum hvađ setur í framhaldinu.

 

br_coke.jpg

 ps | svo allrar sanngirni sé gćtt, og ţađ á kostnađ hins annars ágćta drama sem sagan felur í sér, ţá birtast allmörg önnur vörumerki í Blade Runner án ţess ađ margumtöluđ bölvun hafi náđ til ţeirra. Má ţar nefna Budweiser, TDK, JVC og Marlboro. 


Ţjálfaramál á HM og víđar

Ó, HM. Skelfing er gaman ţessa dagana. Fótbolti daginn úr og inn, dramatík og dúndurleikir. Tíđindin gerast ekki síst á bekknum ţar sem risiđ er mishátt á ţjálfurum liđanna. Raymond Domenech og Marcello Lippi gera sig ađ fífli međ ţví ađ neita ađ taka í hönd andstćđinga sinna ţegar ljóst er ađ ţeir eru á heimleiđ og reka auk ţess lestina í sínum riđli hvor, á međan hirđfífliđ Maradona er ađ breytast úr ljótum andarunga í tilkomumikinn svan.

Til ađ byrja međ, í undankeppni HM, var Diego hálf hauslaus sem ţjálfari Argentínumanna, taugaveiklađur og laus viđ alla reisn, sbr. blađamannafundinn ţar sem hann tilkynnti ađ "allir ykkar sem ekki hafa trú á mér og leikmönnum mínum mega góđfúslega sjúga mig!" Ég hafđi enga trú á honum í djobbiđ, ég skal alveg viđurkenna ţađ. En Argentínumenn eru flottasta liđiđ ţađ sem af er móts og Maradona verđskuldar respekt fyrir ţađ. Hann er auđvitađ međ svakalegan mannskap, og kannski ţarf ekki ţunga strategíu ţegar ţú ert međ Tevez, Messi, Kun Aguero, Higuaín og fleiri slíka í liđinu...? Maradona skaffar bara mótíveringuna, ástríđuna og sögulegt samhengi (hann gat sitthvađ međ boltann í den tíđ) og segir svo leikmönnunum bara ađ skora mörk og passa sig ađ fá ekki á sig mörk. Bingó. Restin leysir sig sjálf.

Hvađ félagsliđin varđar eru öll liđin "mín" ţá munu ţau öll hefja nćstu leiktíđ međ nýjan stjóra í brúnni. Real Madrid hafa ţegar kynnt José Mourinho til sögunnar međ pompi og prakt; í gćr var gert heyrinkunnugt ađ AC Milan hafa ráđiđ Massimiliano Allegri, sem ţjálfađ hefur Cagliari međ flottum árangri, til tveggja ára og líst mér nokkuđ vel á ţann ráđahag. Allegri leggur upp međ hrađari og sókndjarfari bolta en venja er í Serie A og ég er bjartsýnn á framhaldiđ.

Liverpool eru hins vegar enn ađ leita ađ arftaka Rafa Benítez. Eins og alltaf ţegar stór klúbbur leitar ţjálfara eru mýmörg nöfn nefnd til sögunnar. Mér sýnist sem umrćđan og öll nöfnin sem henni fylgja sé nú búin ađ sjóđa niđur í spurningu um ţrjá ţjálfara; Roy Hodgson hjá Fulham, Frank Rijkaard hjá Galatasaray og Didier Deschamps sem stýrir nýkrýndum Frakklandsmeisturum Marseille. Mér líst einna best á Deschamps af ţessum ţremenningum, ţó Rijkaard myndi sjálfsagt standa sig líka. En Hodgson hef ég fyrirvara á - ţó hann hafi gert Fulham ađ Öskubuskućvintýri síđasta árs í Evrópudeildinni ţá vann hann ekkert og ég sé hann ekki fyrir mér sem farsćlan stjóra hjá stórliđi. Veit ekki hvers vegna ...

En ef England verđur sér til skammar í 16 liđa úrslitunum - liđiđ er nógu brothćtt til ađ tapa 4-0 fyrir Ţjóđverjum ef ţýskarinn er í stuđi - ţá er Capello vćntanlega kominn á markađinn og ég myndi ekki fúlsa viđ honum sem ţjálfara Liverpool. Capello hefur í stuttu máli sagt gert ÖLL félagsliđ sem hann hefur stýrt ađ deildarmeisturum, fyrir utan ađ hann hefur unniđ 2 Meistaradeildartitla, 1994 međ AC Milan og svo međ Real Madrid 1998. Don Fabio er karl í krapinu og slíkir menn einir koma til greina á Anfield Road. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband